Gott er að taka deigið úr kæli og leyfa því að vera í stofuhita í klukkutíma áður en það er notað.
Setjið smá hveiti á borðið og fletjið deigið út með höndunum í c.a. 12“ pizzu. Við mælum ekki með að nota kökukefli, það getur slitið deigið og tekur allt loftið úr því.
Setjið nú sósu og álegg á pizzuna eftir smekk.
Setjið pizzuna svo beint inn í ofninn.
Fylgist vel með pizzunni því þetta tekur mjög stuttan tíma.
Gott að nota spaðann sem fylgir með ofninum til að snúa pizzunni svo hún bakist jafnt og þétt.
Muna svo að njóta
BAKARAOFN
Setjið ofninn ykkar í 250-300° (eins hátt og hann kemst)
Mælum með pizzastein ef hann er til á heimilinu.
Gott að taka deigið úr kæli og leyfa því að vera í stofuhita í klukkutíma áður en það er notað.
Setjið smá hveiti á borðið og fletjið deigið út með höndunum í c.a. 12“ pizzu. Við mælum ekki með að nota kökukefli, það getur slitið deigið og tekur allt loftið úr því.
Setjið nú sósu og álegg á pizzuna eftir smekk.
Gott er að hafa bökunarpappír undir pizzunni svo það sé einfalt að vippa henni inn í ofn.