súrdeigspizzadeig
PIZZAOFN
- Gott er að taka deigið úr kæli og leyfa því að vera í stofuhita í klukkutíma áður en það er notað.
- Setjið smá hveiti á borðið og fletjið deigið út með höndunum í c.a. 12“ pizzu. Við mælum ekki með að nota kökukefli, það getur slitið deigið og tekur allt loftið úr því.
- Setjið nú sósu og álegg á pizzuna eftir smekk.
- Setjið pizzuna svo beint inn í ofninn.
- Fylgist vel með pizzunni því þetta tekur mjög stuttan tíma.
- Gott að nota spaðann sem fylgir með ofninum til að snúa pizzunni svo hún bakist jafnt og þétt.
- Muna svo að njóta
BAKARAOFN
- Setjið ofninn ykkar í 250-300° (eins hátt og hann kemst)
- Mælum með pizzastein ef hann er til á heimilinu.
- Gott að taka deigið úr kæli og leyfa því að vera í stofuhita í klukkutíma áður en það er notað.
- Setjið smá hveiti á borðið og fletjið deigið út með höndunum í c.a. 12“ pizzu. Við mælum ekki með að nota kökukefli, það getur slitið deigið og tekur allt loftið úr því.
- Setjið nú sósu og álegg á pizzuna eftir smekk.
- Gott er að hafa bökunarpappír undir pizzunni svo það sé einfalt að vippa henni inn í ofn.
- Bakið nú pizzuna í ca 10-12 mín
- Muna svo að njóta
