Innköllun á Pestó vegna innihaldslýsingar.
Við þurfum að innkalla vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes.
Parmesan osturinn sem er notaður í pestóið frá okkur inniheldur lýsósím sem er ensím unnið úr eggjum. Þessar upplýsingar koma ekki fram í innihaldslýsingunni.
Að öllu öðru leyti er varan í lagi.
Upplýsingar um vöruna
Við erum að framleiða nýja miða með réttum upplýsingum og pestóið okkar kemur aftur í búðir eftir helgi.
Við biðjumst velvirðingar á þessu.
Brauð & Co